Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Madagaskar í góðri stöðu eftir frábæran sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM í dag, þar sem Geoffrey Kondogbia og félagar í Mið-Afríkulýðveldinu steinlágu á heimavelli gegn Madagaskar.

Mið-Afríkulýðveldið var á heimavelli og tók forystuna snemma leiks en Rayan Raveloson skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla til að snúa stöðunni við, eftir undirbúning frá Warren Caddy.

Arnaud Randrianantenaina og Lalaina Rafanomezantsoa bættu mörkum við í seinni hálfleik til að innsigla frábæran sigur Madagaskar, sem fer tímabundið á topp riðilsins með þessum sigri. Þessi fámenna eyja er komin með 10 stig eftir 5 umferðir í hörkuriðli sem inniheldur einnig öflug landslið frá Gana, Malí og Kómoreyjum.

Mið-Afríkulýðveldið er aðeins með fjögur stig eftir fimm umferðir þrátt fyrir að vera með sterkan leikmannahóp.

Kamerún gerði markalaust jafntefli við Eswatini og er á toppi síns riðils með 9 stig, á meðan Eswatini var að krækja í sitt fyrsta stig.

André Onana markvörður Manchester United varði mark Kamerún og þá voru Bryan Mbeumo og Carlos Baleba, leikmenn Brentford og Brighton, einnig í byrjunarliðinu.

Túnis vann að lokum á útivelli gegn Líberíu, 0-1. Hannibal Mejbri var í byrjunarliði Túnis sem er komið með 13 stig eftir 5 umferðir.

Mið-Afríkulýðveldið 1 - 4 Madagaskar

Eswatini 0 - 0 Kamerún

Líbería 0 - 1 Túnis

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner