Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
   þri 19. apríl 2022 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Raggi: Áttum í erfiðleikum með Ísak
Sigurður Ragnar Eyjólfsson í Kópavoginum í kvöld.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson í Kópavoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki verið sáttur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í 1. umferð Bestu deildarinnar.

„Slæm byrjun, fáum á okkur mark eftir eina mínútu eftir horn þar sem okkar manni er hrint í burtu, missum af Ísaki sem skorar, Ísak var frábær í dag og við áttum í erfiðleikum með hann. Það er slæmt að byrja svona illa á útivelli á móti Breiðablik þeir voru frábærir í dag."

„Ég er ánægður með seinni hálfleikinn okkar, hvernig við komum inn í hann og lögðum okkur vel fram, skorum gott mark og fáum okkar marktækifæri líka, varamennirnir stóðu sig vel sem er jákvætt og reynum að taka það úr þessu, að við náðum að bæta okkar leik í seinni," sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Adam Ægir Pálsson er nýgenginn til liðs við Keflvíkinga og kom strax inn í byrjunarliðið.

„Mér fannst hann standa sig fínt, hann lagði upp markið okkar í dag, en auðvitað á hann eftir að komast betur inn í leik liðsins og þetta var mjög stuttur tími, við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli þannig þetta var ekki lið sem er búið að spila mikið saman en við verðum sterkari eftir því sem líður á, ég lofa því."

Ivan Kalyuzhnyi frá Úkraínu var ekki í hóp í dag en er genginn til liðs við Keflvíkinga.

„Hann lítur vel út á æfingum, flottur leikmaður með flotta ferilsskrá og vona hann verði löglegur með okkur ég hugsa í vikunni 2-6. maí, gæti verið raunhæft en hann mun vonandi passa vel inn í þetta hjá okkur, hann lítur vel út á æfingum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Siggi Raggi talar t.d. um Rúnar Þór, grímuna frægu og fleira.


Athugasemdir
banner
banner
banner