Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki verið sáttur eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í 1. umferð Bestu deildarinnar.
„Slæm byrjun, fáum á okkur mark eftir eina mínútu eftir horn þar sem okkar manni er hrint í burtu, missum af Ísaki sem skorar, Ísak var frábær í dag og við áttum í erfiðleikum með hann. Það er slæmt að byrja svona illa á útivelli á móti Breiðablik þeir voru frábærir í dag."
„Ég er ánægður með seinni hálfleikinn okkar, hvernig við komum inn í hann og lögðum okkur vel fram, skorum gott mark og fáum okkar marktækifæri líka, varamennirnir stóðu sig vel sem er jákvætt og reynum að taka það úr þessu, að við náðum að bæta okkar leik í seinni," sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 Keflavík
Adam Ægir Pálsson er nýgenginn til liðs við Keflvíkinga og kom strax inn í byrjunarliðið.
„Mér fannst hann standa sig fínt, hann lagði upp markið okkar í dag, en auðvitað á hann eftir að komast betur inn í leik liðsins og þetta var mjög stuttur tími, við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli þannig þetta var ekki lið sem er búið að spila mikið saman en við verðum sterkari eftir því sem líður á, ég lofa því."
Ivan Kalyuzhnyi frá Úkraínu var ekki í hóp í dag en er genginn til liðs við Keflvíkinga.
„Hann lítur vel út á æfingum, flottur leikmaður með flotta ferilsskrá og vona hann verði löglegur með okkur ég hugsa í vikunni 2-6. maí, gæti verið raunhæft en hann mun vonandi passa vel inn í þetta hjá okkur, hann lítur vel út á æfingum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Siggi Raggi talar t.d. um Rúnar Þór, grímuna frægu og fleira.