Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 19. apríl 2025 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Omer Riza rekinn frá Cardiff (Staðfest) - Ramsey stýrir liðinu út tímabilið
Aaron Ramsey mun stýra Cardiff út tímabilið
Aaron Ramsey mun stýra Cardiff út tímabilið
Mynd: Cardiff/Twitter
Velska félagið Cardiff City hefur rekið þjálfarann Omer Riza úr starfi þegar aðeins þrír leikir eru eftir af tímabilinu.

Riza var ráðinn inn í teymið hjá Cardiff síðasta sumar og var gerður að aðstoðarmanni Erol Bulut.

Cardiff batt enda á samstarf sitt við Bulut í september og var Riza gerður að bráðabirgðastjóra félagsins.

Eftir nokkur hagstæð úrslit ákvað Cardiff að halda Riza út tímabilið, en hann hefur nú verið látinn fara eftir að hafa aðeins náð í tvo sigra úr síðustu tíu leikjum.

Aaron Ramsey, leikmaður Cardiff, mun stýra liðinu út tímabilið, en hann mun þó líklega ekki spila í leikjunum vegna meiðsla.

Cardiff er í næst neðsta sæti ensku B-deildarinnar með 42 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti. Liðið á tvo heimaleiki gegn Oxford og WBA áður en það klárar tímabilið gegn Norwich City á Carrow Road.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
10 Portsmouth 4 2 1 1 4 3 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 4 1 2 1 6 6 0 5
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner