Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   sun 19. maí 2019 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkelsi að tapa leiknum. Það er alltaf þannig þegar maður tapar leikjum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn KA á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir í þessum bransa, að tapa fótboltaleikjum. Það fer líka eftir því hvernig þú tapar leikjunum. Mér fannst við missa einbeitinguna í 10 mínútur sem skapar það að þeir skora tvö mörk á okkur algjörlega gegn gangi leiksins."

„Mér fannst við vera frábærir í fyrri hálfleik, sköpum fullt af færum og skorum örugglega löglegt mark líka."

„Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda. Þeir fengu skyndisókn þegar þeir skora fyrsta markið. Svo fengu þeir aðra sókn þar sem þeir yfirspiluðu okkar hafsenta. Það var hrikalega vel gert hjá þeim, en við hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner