29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 19. maí 2021 22:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kjartan: Mér fannst þetta alltaf vera víti
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er ánægður að vera kominn með stig, mér fannst við töluvert betri í upphafi, kannski fyrstu 30 fram að marki. Mér fannst við alveg getað sett þá svona 2-3. Eftir að þær skora þá fer aðeins kraftur úr þessu hjá okkur þó svo að við séum ágætar á boltann og það sé ágætis shape í þessu. En við fengum færi til að klára þetta og vissulega fengu þær eitt eða tvö. En kannski verð ég bara að sætta mig við þetta jafntefli," sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir að 1-1 jafntefli við Keflavík.

Fylkir hélt boltanum vel og kom sér í góðar stöður fram á við, en það vantaði upp á að gera betur og klára færin.

"Ég held að við þurfum bara aðeins að anda með boltanum, við erum svolítið að drífa okkur. Þurfum kannski aðeins meiri ró og það er nú stundum talað um að skora þetta fyrsta mark. Byrjuðum í tveimur leikjum þar sem við kannski ógnuðum marki ekki mikið og nú fengum við að ógna markinu mikið en bara einhvern veginn vorum svolítið stressaðar á boltann fyrir framan markið. Ég vona að við séum búin að taka þennan hroll"

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Keflavík

Fylkir fékk vítasyrnu á 59. mínútu sem vakti ekki mikla lukku hjá Keflvíkingum.

"Mér fannst þetta alltaf vera víti, ég heyrði smellinn og þetta er alltaf spurning hvort dómarinn sá þetta vel. Þetta var fyrir mér alltaf víti. Ef hún hefði flogið á hausinn þá hefði enginn sagt neitt, en hún gerði það ekki, það þarf svolítið mikið til að ná Valgerði niður, sagði Kjartan.

Katla María, Þórdís Elva og Stefanía Ragnars voru ekki með í kvöld.

"Þórdís verður allavega ekki með í næsta leik, ég vona að Stefanía og Katla verði með. Valsvöllur hefur verið okkur svolítið dýr í ár og við misstum þrjár núna í síðasta leik."

Athugasemdir
banner
banner