Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 19. maí 2021 22:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kjartan: Mér fannst þetta alltaf vera víti
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er ánægður að vera kominn með stig, mér fannst við töluvert betri í upphafi, kannski fyrstu 30 fram að marki. Mér fannst við alveg getað sett þá svona 2-3. Eftir að þær skora þá fer aðeins kraftur úr þessu hjá okkur þó svo að við séum ágætar á boltann og það sé ágætis shape í þessu. En við fengum færi til að klára þetta og vissulega fengu þær eitt eða tvö. En kannski verð ég bara að sætta mig við þetta jafntefli," sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir að 1-1 jafntefli við Keflavík.

Fylkir hélt boltanum vel og kom sér í góðar stöður fram á við, en það vantaði upp á að gera betur og klára færin.

"Ég held að við þurfum bara aðeins að anda með boltanum, við erum svolítið að drífa okkur. Þurfum kannski aðeins meiri ró og það er nú stundum talað um að skora þetta fyrsta mark. Byrjuðum í tveimur leikjum þar sem við kannski ógnuðum marki ekki mikið og nú fengum við að ógna markinu mikið en bara einhvern veginn vorum svolítið stressaðar á boltann fyrir framan markið. Ég vona að við séum búin að taka þennan hroll"

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Keflavík

Fylkir fékk vítasyrnu á 59. mínútu sem vakti ekki mikla lukku hjá Keflvíkingum.

"Mér fannst þetta alltaf vera víti, ég heyrði smellinn og þetta er alltaf spurning hvort dómarinn sá þetta vel. Þetta var fyrir mér alltaf víti. Ef hún hefði flogið á hausinn þá hefði enginn sagt neitt, en hún gerði það ekki, það þarf svolítið mikið til að ná Valgerði niður, sagði Kjartan.

Katla María, Þórdís Elva og Stefanía Ragnars voru ekki með í kvöld.

"Þórdís verður allavega ekki með í næsta leik, ég vona að Stefanía og Katla verði með. Valsvöllur hefur verið okkur svolítið dýr í ár og við misstum þrjár núna í síðasta leik."

Athugasemdir
banner