Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 19. maí 2021 22:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kjartan: Mér fannst þetta alltaf vera víti
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er ánægður að vera kominn með stig, mér fannst við töluvert betri í upphafi, kannski fyrstu 30 fram að marki. Mér fannst við alveg getað sett þá svona 2-3. Eftir að þær skora þá fer aðeins kraftur úr þessu hjá okkur þó svo að við séum ágætar á boltann og það sé ágætis shape í þessu. En við fengum færi til að klára þetta og vissulega fengu þær eitt eða tvö. En kannski verð ég bara að sætta mig við þetta jafntefli," sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir að 1-1 jafntefli við Keflavík.

Fylkir hélt boltanum vel og kom sér í góðar stöður fram á við, en það vantaði upp á að gera betur og klára færin.

"Ég held að við þurfum bara aðeins að anda með boltanum, við erum svolítið að drífa okkur. Þurfum kannski aðeins meiri ró og það er nú stundum talað um að skora þetta fyrsta mark. Byrjuðum í tveimur leikjum þar sem við kannski ógnuðum marki ekki mikið og nú fengum við að ógna markinu mikið en bara einhvern veginn vorum svolítið stressaðar á boltann fyrir framan markið. Ég vona að við séum búin að taka þennan hroll"

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Keflavík

Fylkir fékk vítasyrnu á 59. mínútu sem vakti ekki mikla lukku hjá Keflvíkingum.

"Mér fannst þetta alltaf vera víti, ég heyrði smellinn og þetta er alltaf spurning hvort dómarinn sá þetta vel. Þetta var fyrir mér alltaf víti. Ef hún hefði flogið á hausinn þá hefði enginn sagt neitt, en hún gerði það ekki, það þarf svolítið mikið til að ná Valgerði niður, sagði Kjartan.

Katla María, Þórdís Elva og Stefanía Ragnars voru ekki með í kvöld.

"Þórdís verður allavega ekki með í næsta leik, ég vona að Stefanía og Katla verði með. Valsvöllur hefur verið okkur svolítið dýr í ár og við misstum þrjár núna í síðasta leik."

Athugasemdir
banner
banner