Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 19. maí 2021 22:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kjartan: Mér fannst þetta alltaf vera víti
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er ánægður að vera kominn með stig, mér fannst við töluvert betri í upphafi, kannski fyrstu 30 fram að marki. Mér fannst við alveg getað sett þá svona 2-3. Eftir að þær skora þá fer aðeins kraftur úr þessu hjá okkur þó svo að við séum ágætar á boltann og það sé ágætis shape í þessu. En við fengum færi til að klára þetta og vissulega fengu þær eitt eða tvö. En kannski verð ég bara að sætta mig við þetta jafntefli," sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir að 1-1 jafntefli við Keflavík.

Fylkir hélt boltanum vel og kom sér í góðar stöður fram á við, en það vantaði upp á að gera betur og klára færin.

"Ég held að við þurfum bara aðeins að anda með boltanum, við erum svolítið að drífa okkur. Þurfum kannski aðeins meiri ró og það er nú stundum talað um að skora þetta fyrsta mark. Byrjuðum í tveimur leikjum þar sem við kannski ógnuðum marki ekki mikið og nú fengum við að ógna markinu mikið en bara einhvern veginn vorum svolítið stressaðar á boltann fyrir framan markið. Ég vona að við séum búin að taka þennan hroll"

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Keflavík

Fylkir fékk vítasyrnu á 59. mínútu sem vakti ekki mikla lukku hjá Keflvíkingum.

"Mér fannst þetta alltaf vera víti, ég heyrði smellinn og þetta er alltaf spurning hvort dómarinn sá þetta vel. Þetta var fyrir mér alltaf víti. Ef hún hefði flogið á hausinn þá hefði enginn sagt neitt, en hún gerði það ekki, það þarf svolítið mikið til að ná Valgerði niður, sagði Kjartan.

Katla María, Þórdís Elva og Stefanía Ragnars voru ekki með í kvöld.

"Þórdís verður allavega ekki með í næsta leik, ég vona að Stefanía og Katla verði með. Valsvöllur hefur verið okkur svolítið dýr í ár og við misstum þrjár núna í síðasta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner