fim 19. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leicester íhugar að fá Sanchez frá Brighton
Robert Sanchez
Robert Sanchez
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City er alvarlega að íhuga það að fá spænska markvörðinn Robert Sanchez frá Brighton í sumar en þetta kemur fram í Telegraph.

Leicester er að skoða markvarðarmálin fyrir sumarið en danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er að íhuga stöðu sína hjá félaginu.

Hann var á bekknum í 5-1 sigrinum gegn Watford á dögunum en mun snúa aftur í rammann gegn Chelsea í kvöld. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, sagði að Schmeichel spili einnig gegn Southampton í lokaumferðinni sem gæti reynst kveðjuleikur kappans.

Schmeichel á ár eftir af samningi sínum og hefur þegar greint frá því að hann hafi áhuga á því að fara annað. Hann væri þá til í að spila utan Englands áður en ferlinum lýkur.

Leicester er að íhuga að fá Robert Sanchez, markvörð Brighton, í stað Schmeichel en Sanchez hefur staðið sig vel með enska liðinu og unnið sér sæti í spænska landsliðshópnum.

Brighton vill fá 50 milljónir punda fyrir Sanchez sem hefur ellefu sinnum haldið hreinu í deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner