Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fös 19. maí 2023 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Sig: Viss um að öll mín mörk myndu ekki ná þessum 60 metrum
Helgi Sig
Helgi Sig
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Dagur
Aron Dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar lét vaða fyrir aftan miðju.
Óskar lét vaða fyrir aftan miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það verður hörkuleikur og annað verðugt verkefni. Við erum með gott sjálfstraust í hópnum, trúin er til staðar og við förum norður til að vinna," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, eftir að ljóst varð að Grindavík mætir KA á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið sterkir, hvort sem það er heima eða úti, sterkir varnarlega, skorum mörk líka. Það verður erfitt að fara á Akureyri og sækja sigurinn, en við munum ekki gera það ef við höfum ekki trú á því. Við höfum trú á því og leikurinn í gær sýndi að við getum unnið hvaða lið á Íslandi sem er á góðum degi. Við erum fullir tilhlökkunar en áttum okkur á því að við erum að fara mæta góðu liði KA."

„Ég á bæði jákvæðar og neikvæðar þaðan. Það þýðir ekkert að spá í því hvað hefur gerst fyrir nokkrum eða ekki, hvort sem þær eru góðar eða ekki. Það er bara núið sem gildir og við erum í núinu, ætlum okkur að standa okkur í sumar og sigurinn í gær gefur okkur ekkert nema það að við höfum kannski enn meiri trú á liðinu. Það gefur okkur ekkert í þessum leik."


Örugglega sérstakt fyrir hann
Aron Dagur Birnuson, markvörður Grindavíkur, hóf meistaraflokksferil sinn hjá KA.

„Hann er búinn að standa sig frábærlega, verið mikilvægur hlekkur í þessu liði. Þetta er örugglega sérstakt fyrir hann að fara norður, en þetta er bara fótboltaleikur og við þurfum að nálgast hann að auðmýkt og vitum að KA-menn eru sterkir og með góða leikmenn í öllum stöðum. Við þurfum að gíra okkur í leikinn eins og við gerðum í gær á móti Val."

Fáir sem geta gert þetta
Helgi, sem var mikill markaskorari á sínum ferli, talaði um að skora mörk snemma í viðtalinu. Hefur hann sjálfur séð, eða skorað, jafnflott mark og Óskar Örn skoraði gegn Val í gær?

„Ég hef ekki skorað svona mark, ég skoraði bara ljót mörk í gegnum ferilinn," sagði Helgi og brosti. „Ég er viss um að öll mín mörk myndu ekki ná þessum 60 metrum. Þetta mark í gær var sérstakt, kórónaði frábæran leik. Frábært mark hjá Óskari, fáir sem geta gert þetta. Hann er með þessi gæði og þess vegna fengum við hann. Hann er bara að njóta sín hérna og það er bara góð stemning í liðinu. Þegar það er góð stemning í liðinu og bullandi stemning, þá gerast svona hlutir stundum."

Þurfum að koma okkur strax niður á jörðina
Að vinna Val, gefur það Grindavík mikið fyrir komandi baráttu í Lengjudeildinni?

„Það getur gert það, en við þurfum auðvitað að átta okkur á því að það er allt önnur keppni. Við erum að fara mæta Njarðvík á sunnudaginn og þurfum að koma okkur strax niður á jörðina og fara einbeita okkur að þeim leik. Það gefur okkur trúna á hvað við getum ef við erum fókuseraðir, en það er líka alltaf stutt í drulluna ef menn halda að þeir séu betri en þeir eru. Það er mitt verkefni og þjálfarateymisins að koma mönnum í skilning um það. Maður sá það í leiknum á móti FH að Njarðvík er með hörkulið og voru síst lakari aðilinn," sagði Helgi.


Óskar Örn skoraði frá miðju: Með mínum bestu mörkum
Athugasemdir
banner
banner