Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Strákarnir skráðu sig út á þriðjudaginn
Emery líður vel hjá Aston Villa.
Emery líður vel hjá Aston Villa.
Mynd: EPA
Aston Villa heimsótti Crystal Palace í lokaleik enska úrvalsdeildartímabilsins og fengu lærisveinar Unai Emery alvöru skell á Selhurst Park.

Jean-Philippe Mateta setti þrennu og skoraði Eberechi Eze tvö í 5-0 sigri heimamanna. Unai Emery þjálfari segir að lærisveinar sínir hafi verið löngu búnir að skrá sig út andlega og komnir í sumarfrí.

„Það er smá vandræðalegt að tapa 5-0 en við vorum ekki uppá okkar besta í dag. Við kláruðum það sem við þurftum að klára í síðustu umferð, þegar við tókum á móti Liverpool á mánudaginn og strákarnir voru búnir að tékka sig út á þriðjudaginn. Markmið dagsins var að klára tímabilið með sigri en það gekk ekki hjá okkur, við spiluðum illa," sagði Emery eftir lokaflautið.

„Þetta var erfiður leikur útaf því að við mættum liði sem er að spila mjög vel þessa dagana og útaf því að strákarnir voru farnir í frí í huganum eftir síðustu umferð. Við reyndum að spila eins og við höfum verið að gera allt tímabilið en það gekk ekki í dag."

Nú hefst undirbúningsvinna fyrir næstu leiktíð en Emery segist ætla að taka sér nokkurra vikna frí fyrst. Hann þarf að hvíla sig eftir magnað tímabil sem tók mikið á.

Emery er elskaður og dáður eftir sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Aston Villa. Hann náði langþráðu meistaradeildarsæti með liðinu auk þess að komast í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner