„Við erum vonsviknar með niðurstöðuna. Síðustu leikir okkar hafa verið spennandi og bara munað einu marki. Við eigum mikla vinnu fyrir höndum en við erum sterkt lið og ætlum að koma til baka úr þessu. “
Sagði Amber Kristin Michel markvörður Tindastóls sem að öðrum ólöstuðum var langbest á vellinum þrátt fyrir 1-0 tap Tindastóls gegn Keflavík fyrr í dag.
Sagði Amber Kristin Michel markvörður Tindastóls sem að öðrum ólöstuðum var langbest á vellinum þrátt fyrir 1-0 tap Tindastóls gegn Keflavík fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Tindastóll
Gengi Tindastóls að undanförnu hefur ekki verið eins og Skagfirðingar hefðu vonast eftir en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð í dag. Amber er þó bjartsýn og hefur ekki áhyggjur af stöðu mála.
„Við höfum ekki áhyggjur. Við munum koma til baka sterkari sem heild. Það eru hlutir sem við þurfum að laga en það er nóg eftir af mótinu og við erum spenntar að takast á við þessi lið aftur því ég veit að það er áskorun fyrir þau að mæta okkur.“
Allt viðtalið við Amber má sjá hér að ofan,
Athugasemdir