Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar skruppu í mat seint í leiknum gegn Val
Pablo Punyed fær sér kvöldmat.
Pablo Punyed fær sér kvöldmat.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seint í leik Víkings og Vals í gær mátti sjá nokkuð óvenjulega stund þegar nokkrir leikmanna gestanna tóku til matar síns.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Óskar Örn Hauksson styrktarþjálfari Víkinga hafði hent bunka af matarbréfum við hlið marksins seint í leiknum og þegar leikurinn stöðvaðist vegna meiðsla Pablo Punyed nýttu menn tækifærið.

Ingvar Jónsson markvörður stökk til og fann til matarbréfin og deildi þeim út eins og heitum lummum. Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar og Pablo Punyed gæddu sér á veigunum.

Um er að ræða svokallað orkugel sem færir mönnum kolvetni, steinefni og sölt til að fá meiri kraft í lokasprettinn.
Athugasemdir
banner
banner