Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 19. júlí 2021 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðið þungt hjá Hjalta í KR: Nákvæmlega það sem ég þurfti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara frábærlega, frábær sigur og ekki skemmdi fyrir að setja eitt," sagði Hjalti Sigurðsson, annar af markaskorurum Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Hjalti gekk í raðri Leiknis í upphafi félagaskiptagluggans frá uppeldisfélaginu sínu, KR. Hvernig er að vera kominn í Leikni? „Það er bara geggjað, mjög sáttur að koma til baka."

Hjalti var ekki í stóru hlutverki hjá KR. Var þetta erfitt fyrri hluta sumars? „Þetta var orðið svolítið þungt að fá lítið tækifæri. Þess vegna fór maður að leita annað. Það er mjög gott að komast strax inn í hópinn hér, maður þekkir hreinlega allt hérna."

Er þetta akkúrat það sem þú þurftir? „Ég myndi halda það, bara nákvæmlega það sem ég þurfti. Að komast góðan hóp, spila og í eitthvað sem ég þekki vel og get labbað beint inn í."

Gott að vera kominn inn í liðið? „Algjörlega, ég var bara vandræðalega spenntur að fara spila og vonandi að það hafi skilað sér á vellinum."

„Markmiðið er bara að hjálpa Leikni eins mikið og ég get, standa mig sem best og að safna sem flestum stigum,"
sagði Hjalti að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Hjalti um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner