Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mán 19. júlí 2021 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðið þungt hjá Hjalta í KR: Nákvæmlega það sem ég þurfti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara frábærlega, frábær sigur og ekki skemmdi fyrir að setja eitt," sagði Hjalti Sigurðsson, annar af markaskorurum Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Hjalti gekk í raðri Leiknis í upphafi félagaskiptagluggans frá uppeldisfélaginu sínu, KR. Hvernig er að vera kominn í Leikni? „Það er bara geggjað, mjög sáttur að koma til baka."

Hjalti var ekki í stóru hlutverki hjá KR. Var þetta erfitt fyrri hluta sumars? „Þetta var orðið svolítið þungt að fá lítið tækifæri. Þess vegna fór maður að leita annað. Það er mjög gott að komast strax inn í hópinn hér, maður þekkir hreinlega allt hérna."

Er þetta akkúrat það sem þú þurftir? „Ég myndi halda það, bara nákvæmlega það sem ég þurfti. Að komast góðan hóp, spila og í eitthvað sem ég þekki vel og get labbað beint inn í."

Gott að vera kominn inn í liðið? „Algjörlega, ég var bara vandræðalega spenntur að fara spila og vonandi að það hafi skilað sér á vellinum."

„Markmiðið er bara að hjálpa Leikni eins mikið og ég get, standa mig sem best og að safna sem flestum stigum,"
sagði Hjalti að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Hjalti um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir
banner