„Mér líður bara frábærlega, frábær sigur og ekki skemmdi fyrir að setja eitt," sagði Hjalti Sigurðsson, annar af markaskorurum Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Stjarnan
Hjalti gekk í raðri Leiknis í upphafi félagaskiptagluggans frá uppeldisfélaginu sínu, KR. Hvernig er að vera kominn í Leikni? „Það er bara geggjað, mjög sáttur að koma til baka."
Hjalti var ekki í stóru hlutverki hjá KR. Var þetta erfitt fyrri hluta sumars? „Þetta var orðið svolítið þungt að fá lítið tækifæri. Þess vegna fór maður að leita annað. Það er mjög gott að komast strax inn í hópinn hér, maður þekkir hreinlega allt hérna."
Er þetta akkúrat það sem þú þurftir? „Ég myndi halda það, bara nákvæmlega það sem ég þurfti. Að komast góðan hóp, spila og í eitthvað sem ég þekki vel og get labbað beint inn í."
Gott að vera kominn inn í liðið? „Algjörlega, ég var bara vandræðalega spenntur að fara spila og vonandi að það hafi skilað sér á vellinum."
„Markmiðið er bara að hjálpa Leikni eins mikið og ég get, standa mig sem best og að safna sem flestum stigum," sagði Hjalti að lokum.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Hjalti um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir