Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 19. júlí 2023 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Theódór með rifinn liðþófa - Tekur ákvörðun með framhaldið eftir aðgerð
Fjórða aðgerðin á sama hné
Lengjudeildin
Mikill markahrókur sem hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli.
Mikill markahrókur sem hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með Íslandsmeistaraskjöldinn síðasta haust.
Með Íslandsmeistaraskjöldinn síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Theódór Árnason reif liðþófa í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég er með rifinn liðþófa, ég fer í aðgerð einhvern tímann í ágúst og svo verða það 2-3 mánuðir í endurheimt," segir Pétur.

Þetta eru langt í frá hans fyrstu hnémeiðsli á ferlinum. Hvernig er að fá þessar fréttir?

„Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri líklega liðþófinn þegar ég fann fyrir þessu á æfingu um daginn. Það er alveg fúlt að geta ekki spilað meira, en gott að þetta er ekki krossbandið. Þetta er fúlt."

Hvernig hugsaru framtíðina?

„Ég ætla að klára þessa aðgerð til að byrja með, svo ætla ég bara að sjá til. Þetta verður fjórða aðgerðin á sama hné. Ég ætla að tala við lækninn og sjúkraþjálfarann hvort það sé þess virði að halda áfram eða ekki. Ég ætla líka að sjá hvernig ég verð eftir aðgerðina. Í allt sumar var ég með áverka í hnénu, var með rifu í liðþófanum síðan í vetur. Þetta gaf sig bara í einhverju skoti, þurfti ekki mikið til að rífa þetta alveg. Þetta var búið að plaga mig í allt sumar," sagði Pétur.

Hann var búinn að skora sex mörk í níu leikjum með Gróttu í Lengjudeildinni en hann var lánaður til félagsins frá Breiðabliki. Hann er með gildan samning við Breiðablik út næsta tímabil en eins og hann segir ætlar hann að sjá til hvernig hann verður eftir aðgerðina áður en hann ákveður framhaldið sitt í boltanum.

Pétur er 28 ára framherji sem hefur skorað 104 mörk í 197 KSÍ leikjum á sínum ferli. Hann var markakóngur Lengjudeildarinnar 2021 með 23 mörk og var í kjölfarið fenginn í Breiðablik. Hann missti af öllu tímabilinu 2022 vegna hnémeiðsla. Hann er uppalinn í Gróttu en á einnig leiki fyrir Kríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner