Manchester United tilkynnti í gær um það að franski miðvörðurinn Leny Yoro væri genginn í raðir félagsins frá Lille.
Yoro, sem er 18 ára, þykir einn mest spennandi varnarmaður Evrópuboltans.
Yoro, sem er 18 ára, þykir einn mest spennandi varnarmaður Evrópuboltans.
Man Utd vann baráttu við Real Madrid um leikmanninn, en Yoro var sagður spenntastur fyrir því að ganga í raðir Madrídarstórveldisins. United lagði mikið á sig að sannfæra Yoro um að koma til félagsins.
The Athletic segir frá því að einn af lykilmönnunum til að sannfæra Yoro hafi verið Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður liðsins. Hann hafi rætt við franska varnarmanninn um félagið og það hafi hjálpað til við að sannfæra hann.
Yoro fékk einnig skilaboð frá Ferdinand eftir að hann var búinn að skrifa undir en þau má sjá hér fyrir neðan.
Leny Yoro is a red, is a red, is a red,
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) July 18, 2024
Leny Yoro is a red…… @leny_yoro ???????? @ManUtd #MUFC pic.twitter.com/mCfPH5pDHv
Athugasemdir