Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Evra ósáttur með VAR: Það er verið að drepa leikinn
Mynd: Getty Images
Patrice Evra var í stúdíóinu hjá Sky Sports og var ósáttur eftir tap Manchester United gegn Crystal Palace.

Hann viðurkennir að sitt lið hafi ekki spilað góðan leik en tók undir með fyrrum liðsfélaga sínum Gary Neville þegar hann gagnrýndi dómgæsluna að leikslokum.

Crystal Palace fékk vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Victor Lindelöf innan teigs. Það var ekkert sem sænski varnarmaðurinn gat gert til að koma í veg fyrir að boltinn færi í höndina.

„Þetta var alls ekki vítaspyrna. Ég er kominn með nóg af VAR. Ég er svo ánægður með að hafa lagt skóna á hilluna. Það er verið að fylgja reglunum en það er líka verið að drepa leikinn," sagði Evra.

Jordan Ayew klúðraði vítaspyrnunni en hún var tekin aftur þar sem David de Gea byrjaði nokkrum millimetrum af marklínunni.

„Þetta er algjörlega til skammar. Við erum að tala um millimetra. Þetta er ótrúlegt," sagði Neville í beinni útsendingu Sky Sports.

Wilfried Zaha skoraði úr vítaspyrnunni og urðu lokatölur 1-3.
Athugasemdir
banner
banner
banner