Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 19. september 2021 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki að íhuga neitt hvort ég sé maðurinn í þetta, það er bara tímabil og eins og ég hef sagt þá er eitt að búa til velgengni en það er allt annað og miklu erfiðara að viðhalda henni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 1 - 4 tap heima gegn KA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Síðustu 6-7 vikurnar og jafnvel lengur höfum við ekki sýnt þessa auðmýkt sem þarf til að viðhalda velgengni. Við erum að mæta í leiki og ætlað að gera 70% og bíða og sjá hvað andstæðingurinn ætlar að gera. Það bara virkar ekkert og þá versna hlutnirnir. Það eru vandræði okkar í dag."

„Ég þekki það að þegar maður er í klúbbi sem vill alltaf vinna þá þurfa menn alltaf að vera 100% klárir annars gengur þetta aldrei."

Þetta var fimmta tap Vals í röð, fjögur þeirra voru í deildinni auk bikartaps gegn Vestra í vikunni þar sem Heimir setti meðal annars Hannes Þór Halldórsson markvörð á bekkinn. Gerði hann mistök með því?

„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann meðal annars leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort þetta væri erfiðasti tími hans á þjálfaraferlinum?

„Já langerfiðasti," svaraði Heimir en hvernig líður honum? „Manni líður auðvitað ekkert vel með þetta en ég þarf að finna einhverjar lausnir og halda áfram. Við erum alltaf að reyna en það sem við höfum verið að reyna hefur ekki virkað. Við viljum klára þetta með reisn og sýna smá stolt og við höfum einn leik til þess og að sjálfsögðu viljum við gera það."
Athugasemdir
banner
banner