Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 19. september 2021 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki að íhuga neitt hvort ég sé maðurinn í þetta, það er bara tímabil og eins og ég hef sagt þá er eitt að búa til velgengni en það er allt annað og miklu erfiðara að viðhalda henni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 1 - 4 tap heima gegn KA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Síðustu 6-7 vikurnar og jafnvel lengur höfum við ekki sýnt þessa auðmýkt sem þarf til að viðhalda velgengni. Við erum að mæta í leiki og ætlað að gera 70% og bíða og sjá hvað andstæðingurinn ætlar að gera. Það bara virkar ekkert og þá versna hlutnirnir. Það eru vandræði okkar í dag."

„Ég þekki það að þegar maður er í klúbbi sem vill alltaf vinna þá þurfa menn alltaf að vera 100% klárir annars gengur þetta aldrei."

Þetta var fimmta tap Vals í röð, fjögur þeirra voru í deildinni auk bikartaps gegn Vestra í vikunni þar sem Heimir setti meðal annars Hannes Þór Halldórsson markvörð á bekkinn. Gerði hann mistök með því?

„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann meðal annars leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort þetta væri erfiðasti tími hans á þjálfaraferlinum?

„Já langerfiðasti," svaraði Heimir en hvernig líður honum? „Manni líður auðvitað ekkert vel með þetta en ég þarf að finna einhverjar lausnir og halda áfram. Við erum alltaf að reyna en það sem við höfum verið að reyna hefur ekki virkað. Við viljum klára þetta með reisn og sýna smá stolt og við höfum einn leik til þess og að sjálfsögðu viljum við gera það."
Athugasemdir
banner