Portúgalska vonarstjarnan Joao Felix átti ekki góðan dag á skrifstofunni þegar Atletico Madrid gerði markalaust jafntefli við Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær.
Felix var eitthvað pirraður í seinni hálfleiknum. Hann uppskar gult spjald fyrir að reka olnbogann í mótherja og 20 sekúndum síðar var honum vísað í sturtu.
Þessi ungi leikmaður lét dómarann heyra það eftir að hann fékk gult spjald, og við það sætti dómarinn sig ekki. Hann reif strax upp annað gula spjaldið og vísaði Felix af velli.
Rauðu spjöldin gerast vart heimskulegri en þetta, en hægt er að sjá myndband með því að hérna.
Felix, sem er 21 árs, var keyptur til Atletico frá Benfica fyrir 126 milljónir evra fyrir tveimur árum síðan. Leikmaðurinn hefur gert lítið til að standa undir þessum risastóra verðmiða.
Athugasemdir