Það stefnir allt í betri mætingu á bikarúrslitaleik KA og Víkings en þegar sömu lið áttust við í fyrra. Um 3.500 miðar hafa þegar verið seldir á leikinn en í fyrra mættu um 3.800.
Spáð er virkilega fínu veðri fyrir leikinn á laugardag, það á að vera um 10 gráðu hiti, þurrt og algjört logn þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 16.
Spáð er virkilega fínu veðri fyrir leikinn á laugardag, það á að vera um 10 gráðu hiti, þurrt og algjört logn þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 16.
Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.
Miðaverð
Fullorðnir - 2500 krónur (hækkar í 3500 krónur á leikdegi)
16 ára og yngri - 500 krónur
Ölver verður með upphitun fyrir stuðningsmenn beggja liða, KA verður með sérstaka dagskrá og þá verður fjölskylduhátíð í Víkinni frá klukkan 12.
Það verður mögnuð stuðningsmannaupphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á Ölver á laugardaginn!
— KA (@KAakureyri) September 18, 2024
? 13:00 - 15:00
???? Saint Pete & Klean
????Jón Heiðar og Jón Þór
????????????? Haddi fer yfir leikplanið
???????? KA varningur til sölu#LifiFyrirKA @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/RQJogbsaIr
Kæru Víkingar. Við ætlum að taka laugardaginn snemma og hittast í Víkinni kl. 12:00. Þar verður frábær dagskrá fyrir alla aldurshópa, matur og hamingja. Víkingsrúturnar skutlast svo með okkur á Laugardalsvöll.
— Víkingur (@vikingurfc) September 18, 2024
Er miðinn klár? : https://t.co/ZzRd3eusfZ pic.twitter.com/O1F2u52l1Z
Athugasemdir