Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
VAR dæmdi tvö mörk af á sömu mínútunni
Risaskjárinn sagði að mark Dele Alli hefði ekki átt að standa.
Risaskjárinn sagði að mark Dele Alli hefði ekki átt að standa.
Mynd: Getty Images
Sex leikir hófust klukkan 14:00 í ensku úrvasldeildinni. Hér má sjá úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan 14:00.

Enska úrvalsdeildin byrjaði í haust að nýta sér myndbandstækni til að dæma um það hvort mörk væru lögleg eða ekki. VAR eins og tæknin er kölluð getur einnig hjálpað dómurum að úrskurða hvort leikmaður eigi að fá rautt spjald eða hvort eigi að dæma vítaspyrnu eða ekki.

Á 43. mínútu í tveimur leikjum dæmdi VAR mark af. Í Birmingham var mark dæmt af Conor Hourihane vegna leikbrots áður en boltinn fór í markið. Á sama tíma í Wolverhampton var mark dæmt af Raul Jimenez vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Þá var einnig mark dæmt af Burnley í seinni hálfleik vegna þess að leikmaður liðsins handlék boltann.

Samskiptaörðugleikar í marki Alli
Í London dæmdi VAR mark Dele Alli ólöglegt en dómari leiksins dæmdi markið gott og gilt. Alli jafnaði leikinn gegn Watford á lokamínútunum og bjargaði þar með stigi fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner