Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Club Brugge svaraði Man Utd á Twitter
Mynd: Getty Images
Viðureign Club Brugge og Manchester United í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar er farin af stað en félögin hituðu upp fyrir leikinn á Twitter.

Rauðu djöflarnir birtu myndband úr síðustu viðureign Club Brugge og Man Utd í Meistaradeildinni. Þar skoraði Wayne Rooney þrennu er Man Utd sló belgíska félagið út í undankeppni fyrir riðlakeppnina haustið 2015.

Twitter aðgangur Club Brugge var ekki lengi að bregðast við og skaut á fjarveru Man Utd úr Meistaradeildinni.

„Þvílíkt Meistaradeildarkvöld sem þetta var! Okkar síðasta kvöld var í desember. En ykkar?" segir í færslunni.

Man Utd missti af Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og þurfti að fara í gegnum riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner