Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Boltinn var rúllandi
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svektur með frammistöðu sinna manna eftir 1-1 jafntefli við Club Brugge í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Heimamenn í Belgíu komust yfir á 15. mínútu þegar Emmanuel Bonaventure Dennis slapp í gegn eftir markspyrnu Simon Mignolet.

Markið átti þó líklega ekki að standa og benti Solskjær á það í viðtali að leikslokum. Markspyrnan átti í raun að vera hornspyrna fyrir Man Utd og þá var boltinn á ferð þegar Mignolet spyrnti honum úr markteignum.

„Svona er þetta bara, það er enginn tilgangur í því að kvarta. Við áttum kannski að fá hornspyrnu og boltinn var rúllandi en við áttum einfaldlega að vera vakandi fyrir þessari sendingu," sagði Solskjær, sem gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn.

„Það er mikilvægt að halda áfram að leyfa leikmönnum að fá tækifæri. Þá geta þeir barist um sæti í liðinu. Það var mikilvægt að hvíla menn í dag því framundan er mikilvægur leikur gegn Watford."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner