Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 14:09
Elvar Geir Magnússon
Völler ýjar að því að Havertz verði seldur í sumar
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen er einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu í dag en Bayern München, Barcelona og Liverpool eru öll sögð vilja fá hann.

Það er bara tímaspursmál hvenær þessi tvítugi leikmaður yfirgefur Leverkusen.

Hann skoraði 20 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili en hann hefur verið að spila aftar á þessu tímabili og er með sex mörk í 27 leikjum 2019-20.

Bæjarar hafa gert Havertz að einu helsta skotmarki sínu fyrir komandi sumar, njósnarar Börsunga hafa verið að fylgjast með og Jurgen Klopp er mikill aðdáandi.

Rudi Völler, íþróttastjóri Leverkusen, hefur ýjað að því að Havertz sé á sínu síðasta tímabili hjá félaginu.

„Ég er bara ánægður með að hann sé hjá okkur í dag. Sjáum hvað gerist í sumar. Hann er enn samningsbundinn til 2022. Það var áhugi á honum síðasta sumar en við sögðum honum að það væri gott fyrir hann að vera hjá okkur í ár í viðbót og það var rétt ákvörðun," segir Völler.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner