lau 20. febrúar 2021 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Brescia í fallbaráttu - Venezia í toppbaráttu
Florian Aye skoraði fyrir Brescia í dag en það dugði ekki til.
Florian Aye skoraði fyrir Brescia í dag en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Venezia gæti verið Íslendingalið framtíðarinnar á Ítalíu, þar sem nokkrir efnilegir Íslendingar eru á mála hjá félaginu.
Venezia gæti verið Íslendingalið framtíðarinnar á Ítalíu, þar sem nokkrir efnilegir Íslendingar eru á mála hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason lék allan leikinn er Brescia tapaði fyrir Cremonese í B-deild ítalska boltans.

Brescia leiddi 1-0 í leikhlé en gestirnir voru betri og skoraði Daniel Ciofani tvennu með stuttu millibili í síðari hálfleik. Hann sneri stöðunni þannig við og stóð Cremonese uppi sem sigurvegari.

Hólmbert Aron Friðjónsson fékk að spreyta sig undir lokin en honum tókst ekki að gera jöfnunarmark fyrir Brescia sem er í fallbaráttu, með 26 stig eftir 24 umferðir.

Brescia 1 - 2 Cremonese
1-0 F. Aye ('28)
1-1 D. Ciofani ('54)
1-2 D. Ciofani ('59)

Bjarki Steinn Bjarkason var þá ónotaður varamaður er Venezia hafði betur gegn Virtus Entella í gríðarlega skemmtilegum slag.

Heimamenn lentu tveimur mörkum undir í Feneyjum en Luca Fiordilino minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé og sneri Dennis Johnsen taflinu við með tvennu í upphafi síðari hálfleiks.

Venezia var við stjórn en náði ekki að bæta við mörkum og lokatölur urðu 3-2. Venezia er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn, með 41 stig eftir 24 umferðir. Virtus Entella vermir botnsætið.

Venezia 3 - 2 Virtus Entella
0-1 M. Brescianini ('24)
0-2 A. Schenetti ('29)
1-2 L. Fiordilino ('44)
2-2 D. Johnsen ('53)
3-2 D. Johnsen ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner