Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 20. mars 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Thiago Silva flúði með fjölskylduna til Brasilíu
Thiago Silva fyrirliði PSG er farinn heim til Brasilíu með fjölskylduna sína vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Silva er ósáttur með hvernig frönsk yfirvöld hafa tæklað vandann og vonast til að hann og fjölskylda hans verði öruggari í Brasilíu.

Samlandi hans og liðsfélagi Neymar hélt einnig heim til Brasilíu.

„Frakklandi hefur ekki tekist að stöðva útbreiðsluna. Það er enn tími í Brasilíu og það verður vonandi hægt að minnka skaðann. Við vonum að ástandið verði ekki jafn slæmt hér og í Evrópu," sagði Silva.

„Núna er ég kominn í einangrun og verð hérna í tvær vikur. Ég mun nýta tímann til að halda mér í formi."
Athugasemdir
banner