Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Elliði spilar við KH og Ísland heimsækir Kósovó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elliði og KH eigast við í eina leik dagsins í íslenska boltanum þar sem félögin eigast við í C-deild Lengjubikars karla.

Spilað verður á Fylkisvelli og þurfa gestirnir í liði KH á sigri að halda vilji þeir hreppa toppsæti riðilsins. KH getur jafnað Hafnir á toppi riðilsins með sigri en strákarnir frá Hlíðarenda geta hirt toppsætið á markatölu með tveggja marka sigri.

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu heimsæka þá Kósovó í úrslitaleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Kósovó er með þokkalegt landslið en það kemur ekkert annað en sigur til greina hjá Strákunum okkar.

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
20:00 Elliði-KH (Fylkisvöllur)

Landslið karla - Þjóðadeild
19:45 Kosóvó-Ísland (Fadil Vokrri Stadium)
Athugasemdir
banner
banner