Japan mun taka þátt í HM næsta sumar en japanska landsliðið vann sigur á Barein í dag. Japan vann 2-0 sigur í undankeppninni. HM verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó.
Daichi Kamada, leikmaður Crystal Palace, og Takefusa Kubo, samherji Orra Steins Óskarssonar hjá Real Sociedad, skoruðu mörk Japana.
Daichi Kamada, leikmaður Crystal Palace, og Takefusa Kubo, samherji Orra Steins Óskarssonar hjá Real Sociedad, skoruðu mörk Japana.
Það eru ennþá þrjár umferðir eftir af undankeppninni en Japan er þegar komið áfram. Asía fær átta sæti á 48 þjóða HM og möguleiki á níundu þjóðinni í gegnum umspil.
Japan komst í 16-liða úrslit HM 2022 en tapaði þar gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni.
Waturo Endo (Liverpool), Kaoru Mitoma (Brighton) og Takumi Minamino (Mónakó) voru í byrjunarliði Japan í dag. Undankeppnin í Evrópu fer af stað í þessari viku.
Athugasemdir