Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 20. apríl 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Girona svaraði fyrir tapið gegn Atlético - Aspas skoraði tvö
Artem Dovbyk skoraði 18. deildarmark sitt
Artem Dovbyk skoraði 18. deildarmark sitt
Mynd: EPA
Girona er ákveðið í því að komast í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Girona, sem hefur verið spútniklið La Liga á tímabilinu, hefur ekki tekist að halda uppi sama takti og í byrjun leiktíðar.

Þá vann liðið hvern leikinn á fætur öðrum en nú er það svo gott sem úr titilbaráttunni. Girona ætlar sér samt sem áður í Meistaradeildina.

Liðið vann 4-1 sigur á Cadiz í kvöld. Eric Garcia, Ivo Martin og markahæsti leikmaður deildarinnar, Artem Dovbyk, komu GIrona í 3-0 áður en Gonzalo Escalante minnkaði muninn. Portu kláraði síðan dæmið fyrir Girona undir lokin.

Girona er í 3. sæti með 68 stig og þarf þrjá sigra í viðbót til að gulltryggja Meistaradeildarsætið.

Iago Aspas skoraði tvö í 4-1 sigri Celta VIgo á Las Palmas á meðan Ayoze Perez gerði bæði mörk Real Betis í 2-1 sigri á Valencia.

Úrslit og markaskorarar:

Celta 4 - 1 Las Palmas
0-1 Juanma Herzog ('11 )
1-1 Iago Aspas ('37 )
2-1 Williot Swedberg ('39 )
3-1 Anastasios Douvikas ('71 )
4-1 Iago Aspas ('76 )

Valencia 1 - 2 Betis
0-1 Ayoze Perez ('19 )
1-1 Pepelu ('66 , víti)
1-2 Ayoze Perez ('77 )

Girona 4 - 1 Cadiz
1-0 Eric Garcia ('9 )
2-0 Ivan Martin ('22 )
3-0 Artem Dovbyk ('71 )
3-1 Gonzalo Escalante ('81 )
4-1 Portu ('82 )

Rayo Vallecano 2 - 1 Osasuna
0-1 Moi Gomez ('29 )
1-1 Pep Chavarria ('80 )
2-1 Isi Palazon ('84 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Alaves 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Atletico Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Barcelona 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Celta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Espanyol 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Getafe 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Girona 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Las Palmas 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leganes 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mallorca 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Vallecano 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Real Sociedad 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sevilla 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Valencia 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Valladolid 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Villarreal 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner