Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 20. maí 2017 10:00
Gylfi Þór Orrason
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Um vítaspyrnur
Gylfi Þór Orrason
Gylfi Þór Orrason
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson býr sig undir vítaspyrnu.
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson býr sig undir vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað segja lögin um hvernig dómaranum beri að bregðast við hinum mismunandi útkomum/brotum.
Hvað segja lögin um hvernig dómaranum beri að bregðast við hinum mismunandi útkomum/brotum.
Mynd: Fótbolti.net
Mahrez eftir að hann tvísnerti boltann í vítaspyrnu á dögunum.
Mahrez eftir að hann tvísnerti boltann í vítaspyrnu á dögunum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Griezmann tekur vítaspyrnu.
Griezmann tekur vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Það var árið 1891 sem vítaspyrnan kom fyrst til sögunnar sem refsing fyrir að brjóta á sóknarmönnum og ræna þá marktækifæri innan vítateigs (sem á þeim tíma leit reyndar allt öðruvísi út en hann gerir í dag).

Fram að því hafði einfaldlega verið dæmd aukaspyrna fyrir brot innan teigs (nálægt markinu) og um hana giltu sömu reglur um fjarlægð sem mótherjar þyrftu að koma sér frá spyrnustaðnum og þá gilti um aukaspyrnur annars staðar á vellinum. Fram að þessum tíma hafði nefnilega verið litið þannig á að fótboltinn væri leikinn af "sjentilmönnum" sem að sjálfsögðu brytu ekki reglur leiksins viljandi. Þeir tímar koma þó líklega aldrei aftur!

Reglurnar sem gilda um vítaspyrnuna í dag eru á margan hátt sérstakar:

• Vítaspyrnan er t.a.m. eina "gangsetning" leiksins þar sem 9,15m reglan gildir bæði um mótherja og samherja spyrnandans. Eini tilgangur vítateigsbogans er sá að marka 9,15m fjarlægðina frá vítapunktinum.Að frátöldum spyrnandanum og markverðinum sem er til varnar má enginn fara inn fyrir teiginn/bogann fyrr en boltanum hefur verið spyrnt.

• Þar að auki verða allir leikmenn aðrir en markvörðurinn að staðsetja sig aftanviðvítapunktinn (a.m.k. 11m frá marklínunni), en það er fyrst og fremst í þeim tilgangi að ekki þurfi að hafa áhyggjur af rangstöðu í frákastinu ef spyrnan er varin (eða fer í stöng/slá).

• Þá er gerð krafa um að spyrnandinn sé skýrt auðkenndur, en sambærileg krafa er hins vegar ekki gerð um aukaspyrnur.

• Markvörðurinn þarf að halda sig á marklínunni og má hreyfa sig eftir henni að vild, en hann má ekki hreyfa sig fram af henni fyrr en boltanum hefur verið spyrnt.

• Spyrnandanum er frjálst að vera með gabbhreyfingar í atrennunni, en honum er hins vegar óheimilt að framkvæma "gabbspyrnu" áður en hann "hleypir af".

• Vítaspyrnunni fylgir einnig sú kvöð að einungis má spyrna boltanum fram á við (enda væntanlega lítill tilgangur í öðru).

• Þá má spyrnandinn (Nota bene) ekki spyrna boltanum öðru sinni fyrr en hann hefur snert annan leikmann.

Vítaspyrnur hafa alla tíð valdið dómurum talsverðu hugarangri, enda eru svo margar mögulegar útkomur sem hafa þarf í huga.

Markvörðurinn hreyfir sig kannski of snemma fram af línunni, samherji eða mótherji spyrnandans fer of snemma inn í teiginn (eða hvorutveggja) o.s.frv. Síðan getur auðvitað ræst úr spyrnunni með mismunandi hætti, boltinn farið í markið, farið framhjá/yfir eða markvörðurinn varið. Hvað segja lögin um hvernig dómaranum beri að bregðast við hinum mismunandi útkomum/brotum (sjá mynd).

Heilmikið fyrir dómarateymið til þess að huga að í hita leiksins, ekki satt?

En af hverju að vera að velta þessu fyrir sér núna? Það vill nefnilega þannig til að í síðustu viku komu upp tvö mjög óvanaleg en sambærilegatvik í stórleikjum erlendis, þ.e. það fyrra í Meistaradeildinni og það seinna í ensku úrvalsdeildinni, þar sem útkoman var hins vegar ekki sú sama.

Við vítaspyrnu telst boltinn vera kominn í leik þegar hann hefur hreyfst greinilega fram á við. Ef spyrnandinn hins vegar snertir boltann öðru sinni áður en hann hefur snert annan leikmann, t.d. ef hann snertir boltann eftir að hann hrekkur til hans af stöng eða slá, þá ber að dæma á hann óbeina aukaspyrnu. En það eru til aðrar útgáfur af því "broti" spyrnandans, t.d. efspyrnandanum skrikar fótur í atrennu sinni þannig að hann spyrni boltanum í eigin "stöðufót", þ.e. snerti boltann fyrst með öðrum fætinum og síðan hinum strax í kjölfarið.

Annað dæmið er úr leik Manchester City og Leicester City þar sem Riyad Mahrez snerti boltann þannig tvívegis áður en hann fór í markið. Þarna ber að hrósa dómarateyminu fyrir að vera á tánum og fyrir að búast við hinu óvænta ("expecttheunexpected"), en kannski miklu frekar markverði Man City, WillyCaballero, sem sýndi að hann kunnilögin greinilega upp á 10 með því að gera strax athugasemd við dómarann. Niðurstaðan varð því óbein aukaspyrna fyrir Manchester City og gekk þetta allt saman ótrúlega snurðulaust fyrir sig.

En sjaldan er ein báran stök, því nokkrum dögum fyrr kom upp nákvæmlega sams konar atvik í seinni leik Madridarliðanna Atlético og Real í Meistaradeildinni. Í stöðunni 1-0 fyrir Atlético tók Griezmann vítaspyrnu fyrir heimamenn, en skrikaði fótur þannig að hann spyrnti boltanum fyrst í eigin stöðufót og þaðan í markið. Navas, markvörðurReal, var þegar farinn af stað í annað hornið og var því varnarlaus þegar boltinn breytti um stefnu og lenti í hinu horninu.

Í þetta sinn kviknaði hins vegar hvorki á perunni hjá dómarateyminu né öðrum inni á leikvellinum, enginn mótmælti, og niðurstaðan var mark og staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn. Það var síðan ekki fyrr en að sparkspekingarnir fóru að kryfja leikinn inn að beiniað honum loknum að menn veittu þessu athygli. Eitt mark í viðbót frá Atléticoog staðan hefði verið orðin jöfn samanlagt, en eins og flestir muna þá náði Real að minnka muninn í lok fyrri hálfleiks og þar með var sagan öll.

En hvað ef Atlético hefði tekist hið ómögulega? o.s.frv...........
Í dag muna fáir eftir dómara leiksins, en nafn hans væri örugglega á allra vörum sem blórabögguls ef sú hefði orðið niðurstaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner