Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 19:28
Victor Pálsson
Ekkert pláss fyrir Konate í landsliðinu - Hentar ekki kerfinu
Mynd: EPA

Ibrahima Konate, leikmaður Liverpool, mun ekki spila með franska landsliðinu í Þjóðadeildinni eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok mánaðar.


Ibrahima Konate, leikmaður Liverpool, mun ekki spila með franska landsliðinu í Þjóðadeildinni eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok mánaðar.

Þetta hefur Didier Deschamps, stjóri Frakklands, staðfest en hann telur sig ekki þurfa Konate eins og staðan er þrátt fyrir góða frammistöðu leikmannsins í vetur og sumar.

Konate hefur komið mjög sterkur inn í lið Liverpool sem á enn möguleika á að vinna alla þá titla sem eru í boði.

Deschamps vill þó frekar nota varnarmenn sem eru vanir að spila í þriggja manna línu, eitthvað sem Konate gerir ekki á Anfield.

„Já ég fylgist með Konate, hann spilar í liði sem berst um sigur í Meistaradeildinni og titilinn á Englandi. Síðan hann kom til Liverpool hefur hann hins vegar aðallega spilað í fjögurra manna varnarlínu og það er samkeppni í franska liðinu," sagði Deschamps.

„Ég valdi William Saliba síðast og hann spilar alltaf í þriggja manna línu. Samkeppnin er mikil sem er mjög gott. Það þýðir að reynslumeiri leikmönnum geti ekki liðið of þægilega."


Athugasemdir
banner
banner
banner