Klukkan 17:00 hefst leikur FH og KR í Bestu deild karla. Byrjunarliðin voru að detta í hús rétt í þessu.
Stuttu fyrir leik verður Íslandsmeistaraliðið frá 2004 heiðrað með því að fá gullmerki félagsins. Tuttugu ár eru síðan fyrsta dollan fór á loft og FH vann Íslandsmótið með sex stiga mun.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 KR
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir engar breytingar á FH liðinu frá tapinu gegn Víkingum á dögunum. Eina breytingin á hópnum er að markmaðurinn ungi Heiðar Máni Hermannson fer á bekkinn fyrir fyrir Daða Frey Arnarsson.
KR tapaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þeir gera þrjár breytingar á liðinu sínu í dag frá þeim leik. Benoný Breki, Aron Sigurðarson og Lúkas Magni Magnason koma inn í liðið fyrir þá Kristján Flóka Finnbogason, Aron Kristófer Lárusson og Rúrik Gunnarsson.
Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
30. Rúrik Gunnarsson