Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 20. júní 2021 19:18
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skaðinn skeður í fyrri hálfleik í rauninni. Við lágum til baka sem var planið og það gekk þokkalega. Það koma tvær fyrirgjafir sem við verjumst ekki og boltinn endar í okkar neti. Í seinni hálfleiknum fórum við aðeins hærra og sköpuðum möguleika, sköpuðum færi og skorum eitt mark. Við vorum nálægt því að jafna eftir horn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í viðtali eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Stjarnan leiddi í hálfleik 2-0 en HK minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok en lengra komust þeir þó ekki.

„Í hálfleik var þetta spurning með að hanga inn í leiknum. Við vitum að við getum skorað mörk og það var bara spurning hvenær við fengjum þann möguleika að skora fyrsta markið í seinni hálfleik og reyna fá eitthvað útúr leiknum. "

Félagaskiptagluginn fer að opna á nýjan leik hér á Íslandi. Brynjar Björn segir það aldrei að vita hvort HK eigi eftir að bæta við sig leikmanni og jafnvel leikmönnum.

„Við höfum rætt það aðeins en við erum ekki með neitt í pípunum eins og staðan er en ég held að það væri alveg gott að fá 1-2 leikmenn."

HK er í fallsæti um þessar mundir með sex stig að loknum níu leikjum.

„Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni. Það verður ekki litið framhjá því. Þetta snýst um að fá stig en í 90% af leikjunum hefur spilamennskan verið nokkuð góð en stigasöfnunin hefur ekki verið í takt við það," sagði Brynjar Björn að lokum.
Athugasemdir