Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 20. júní 2022 09:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane fer í læknisskoðun á morgun
Mynd: EPA
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er að ganga í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen.

Mane á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og var með kröfur um að verða launahæsti leikmaður félagsins ef hann átti að framlengja.

Mane er á leið í læknisskoðun á morgun hjá Bayern samkvæmt Sky í Þýskalandi.

Hann mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið sem greiðir 35 milljónir punda fyrir Senegalann sem varð þrítugur í apríl.

Mane hefur verið hjá Liverpool síðan sumarið 2016. Hann kom til félagsins frá Southampton.
Athugasemdir