Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 20. júní 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stúkan á Stöð 2 Sport 
Ekkert heyrst úr Árbænum eftir ásakanir um kynþáttaníð
Silas Songani.
Silas Songani.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búnir að bíða í allan dag eftir viðbrögðum úr Árbænum þar sem búið var að láta okkur vita að það væri von á yfirlýsingu frá Fylki. Það hefur ekkert komið ennþá. Þetta er fyrst og fremst sorglegt mál sem er komið í gang og ég vona innilega að við fáum farsælan endi á þetta," sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

Vestri sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið segist harma það að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum þegar leikmaður Fylkis hafi látið rasísk orð falla. Erindið hefur verið sent á borð KSÍ.

Í Stúkunni var sýnt að mönnum var heitt í hamsi, þar á meðal Silas Songani leikmanni Vestra. Þá sést Davíð Smári Lamude fór beint upp á Ragnari Braga Sveinssyni fyrirliða Fylkis eftir leikinn og virtist láta hann heyra það.

„Þetta er grafalvarlegt mál. Við fórum í gegnum allan leikinn til að reyna að finna eitthvað. Þegar gengið er til búningsherbergja í hálfleik kemur upp atburðarás þar sem Songani er ósáttur og Vestramenn ósáttir," segir Guðmundur þegar sýnt er frá þessu.

„Eftir leik kemur Davíð Smári strax að Ragnari Braga og fer inn í hans persónulega svæði. Hann er mjög ósáttur. Maður mátti heyra það í viðtalinu eftir leik að hann væri mjög ósáttur."

Fótbolti.net ræddi við stjórnarmann Fylkis í gærmorgun. Hann sagði stjórnina meðvitaða um stöðuna, þetta væri mjög alvarlegt og von væri á viðbrögðum. Það væri verið að vanda til verka.
Athugasemdir
banner
banner