Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   fim 20. júní 2024 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur sem féll þeirra megin," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fjölnismanna í deildinni í sumar, það kom í áttundu umferð.

„Leikirnir í þessari deild eru erfiðir. Þetta snýst oft bara um það hvoru megin hlutirnir falla. Þetta féll þeirra megin því miður. Allir leikirnir í þessari deild eru eiginlega bara 1x2. Það gerði okkur ekki auðvelt fyrir að völlurinn var helvíti erfiður. Þegar vellirnir eru erfiðir þá er maður með forskot á heimavelli. Mér fannst við samt ná að gera margt vel en við náðum ekki upp okkar bestu frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvort við höfum átt stig skilið en það er kannski frekja að segja að við höfum átt skilið að vinna."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Það voru læti á vellinum en Úlfur var spurður að því hvort hans menn hafi einfaldlega verið undir í baráttunni í kvöld.

„Nei, alls ekki. Ég hvet stuðningsmenn ÍR til að styðja liðið sitt frekar en að vera að kalla andstæðingana illum ljótum nöfnum. Starfsmenn ÍR fyrir ofan boðvangana líka sem eru að garga inn á ljót orð á okkar leikmenn. Styðjið bara liðið ykkar og látið andstæðinginn í friði. Þetta var baráttuleikur og maður fann á þeim að þeir voru tilbúnir í baráttuna. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við ekki undir í baráttunni endilega."

„Maður heyrði að leikmenn voru nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað. Mér finnst það miður."

Þetta er fyrsta tap Fjölnismanna, er erfitt að sætta sig við fyrsta tapið?

„Lífið er aðeins betra eftir sigurleiki. Þetta snýst um að vinna næsta leik og vera með sigurtilfinningu í líkamanum. Til þess er maður í þessu, maður er háður sigurtilfinningunni. Ef maður nær henni ekki, þá vill maður ná henni næst. Við erum ekki vanir að tapa en það kemur fyrir öll lið. Við vorum ekki farnir að sjá fyrir okkur að vera Arsenal 2003/04, eitthvað 'invincibles' dæmi. Maður veit alveg að það er sjaldgæft að lið fari taplaus í gegnum tímabil. Sigur, tap eða jafntefli. Núna er það bara næsti leikur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner