Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 20. júní 2024 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur sem féll þeirra megin," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fjölnismanna í deildinni í sumar, það kom í áttundu umferð.

„Leikirnir í þessari deild eru erfiðir. Þetta snýst oft bara um það hvoru megin hlutirnir falla. Þetta féll þeirra megin því miður. Allir leikirnir í þessari deild eru eiginlega bara 1x2. Það gerði okkur ekki auðvelt fyrir að völlurinn var helvíti erfiður. Þegar vellirnir eru erfiðir þá er maður með forskot á heimavelli. Mér fannst við samt ná að gera margt vel en við náðum ekki upp okkar bestu frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvort við höfum átt stig skilið en það er kannski frekja að segja að við höfum átt skilið að vinna."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Það voru læti á vellinum en Úlfur var spurður að því hvort hans menn hafi einfaldlega verið undir í baráttunni í kvöld.

„Nei, alls ekki. Ég hvet stuðningsmenn ÍR til að styðja liðið sitt frekar en að vera að kalla andstæðingana illum ljótum nöfnum. Starfsmenn ÍR fyrir ofan boðvangana líka sem eru að garga inn á ljót orð á okkar leikmenn. Styðjið bara liðið ykkar og látið andstæðinginn í friði. Þetta var baráttuleikur og maður fann á þeim að þeir voru tilbúnir í baráttuna. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við ekki undir í baráttunni endilega."

„Maður heyrði að leikmenn voru nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað. Mér finnst það miður."

Þetta er fyrsta tap Fjölnismanna, er erfitt að sætta sig við fyrsta tapið?

„Lífið er aðeins betra eftir sigurleiki. Þetta snýst um að vinna næsta leik og vera með sigurtilfinningu í líkamanum. Til þess er maður í þessu, maður er háður sigurtilfinningunni. Ef maður nær henni ekki, þá vill maður ná henni næst. Við erum ekki vanir að tapa en það kemur fyrir öll lið. Við vorum ekki farnir að sjá fyrir okkur að vera Arsenal 2003/04, eitthvað 'invincibles' dæmi. Maður veit alveg að það er sjaldgæft að lið fari taplaus í gegnum tímabil. Sigur, tap eða jafntefli. Núna er það bara næsti leikur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner