Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 20. júní 2024 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur sem féll þeirra megin," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fjölnismanna í deildinni í sumar, það kom í áttundu umferð.

„Leikirnir í þessari deild eru erfiðir. Þetta snýst oft bara um það hvoru megin hlutirnir falla. Þetta féll þeirra megin því miður. Allir leikirnir í þessari deild eru eiginlega bara 1x2. Það gerði okkur ekki auðvelt fyrir að völlurinn var helvíti erfiður. Þegar vellirnir eru erfiðir þá er maður með forskot á heimavelli. Mér fannst við samt ná að gera margt vel en við náðum ekki upp okkar bestu frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvort við höfum átt stig skilið en það er kannski frekja að segja að við höfum átt skilið að vinna."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Það voru læti á vellinum en Úlfur var spurður að því hvort hans menn hafi einfaldlega verið undir í baráttunni í kvöld.

„Nei, alls ekki. Ég hvet stuðningsmenn ÍR til að styðja liðið sitt frekar en að vera að kalla andstæðingana illum ljótum nöfnum. Starfsmenn ÍR fyrir ofan boðvangana líka sem eru að garga inn á ljót orð á okkar leikmenn. Styðjið bara liðið ykkar og látið andstæðinginn í friði. Þetta var baráttuleikur og maður fann á þeim að þeir voru tilbúnir í baráttuna. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við ekki undir í baráttunni endilega."

„Maður heyrði að leikmenn voru nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað. Mér finnst það miður."

Þetta er fyrsta tap Fjölnismanna, er erfitt að sætta sig við fyrsta tapið?

„Lífið er aðeins betra eftir sigurleiki. Þetta snýst um að vinna næsta leik og vera með sigurtilfinningu í líkamanum. Til þess er maður í þessu, maður er háður sigurtilfinningunni. Ef maður nær henni ekki, þá vill maður ná henni næst. Við erum ekki vanir að tapa en það kemur fyrir öll lið. Við vorum ekki farnir að sjá fyrir okkur að vera Arsenal 2003/04, eitthvað 'invincibles' dæmi. Maður veit alveg að það er sjaldgæft að lið fari taplaus í gegnum tímabil. Sigur, tap eða jafntefli. Núna er það bara næsti leikur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner