Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 20. júlí 2017 16:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
„Búinn að flakka víðsvegar um Evrópu til að sjá Sviss''
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Bill sá um það að taka út svissneska landsliðið, mótherja Íslands í öðrum leik EM. Arnar Bill hefur fylgst vel með svissneska liðinu undanfarna mánuði og ferðast víða.

Leikur Íslands og Sviss fer fram á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn.

„Þegar það er svona stutt á milli leikja þá er lítill tími til að fara yfir mikla taktík. Æfingin í gær var fyrir þær sem spiluðu ekki á meðan hinar voru að jafna sig. Í dag verður farið yfir smá leikfræði og svo á morgun er æfing á leikvellinum þá þýðir ekkert að fara í leikfræði þar sem þar eru einhverjir sem gætu séð. Eini sénsinn er í rauninni á æfingunni í dag til að undirbúa liðið fyrir leikinn á æfingasvæðinu," sagði Arnar Bill.

„Það verður að hafa það í huga að leikmennirnir eru þreyttir og tempó-ið verður rólegt. Þetta verður meira labb og því um líkt."

Í gær hélt hann fund með leikmönnum Íslands þar sem hann fór yfir leikstíl Sviss.

„Í kvöld verður talað um hvað við ætlum að gera gegn liðinu. Síðan á eftir að fara yfir föst leikatriði og fleira," sagði Arnar Bill en hann segir leikinn á laugardaginn vera 50/50 fyrirfram.

„Þær fóru á HM á kostnað okkar og Dana árið 2015 og eru núna í fyrsta skipti á EM. Þær eru nokkuð reynslu mikið lið og eru með leikmenn í mjög góðum liðum í Þýskalandi."

„Frægasti leikmaður liðsins er Ramona Bachmann sem spilar með Chelsea og er topp leikmaður. Þær eru með mjög góða einstaklinga og mjög reynslu mikið lið á alþjóðavísu," sagði Bill sem hefur fylgst vel með Sviss undanfarna mánuði.

„Ég er búinn að flakka víðsvegar um Evrópu til að elta þær. Ég hefði bæði farið til Sviss og síðan til Kýpur. Þá hef ég einnig horft á mikið af leikjum hjá þeim í tölvunni. Við þekkjum þær mjög vel," sagði Arnar en bæði hann og Heimir Hallgrímsson fóru á leik Sviss og Austurríkis í fyrstu umferðinni þar sem Austurríki hafði betur 1-0. Heimir sér um að njósna um Austurríkis liðið.

„Austurríska liðið var gríðarlega aftarlega og Sviss náði engu flæði á spilið fyrir vikið. Síðan var Austurríki með góðar skyndisóknir og náðu að klára þær þannig. Sviss hitti ekki á sinn besta dag en leikurinn á laugardaginn verða bæði lið með 0 stig fyrir leik og þetta verður mikil barátta. Þetta verður miklu jafnari en Frakka leikurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner