Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. júlí 2019 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Arnór með stórkostlegt mark í sigri CSKA
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson talaði um það í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að hann vildi gera betur en á síðasta tímabili, hann vildi skora meira og leggja meira upp. Arnór skoraði sitt fyrsta mark fyrir CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag.

Arnór skoraði seinna mark liðsins í 2-1 heimasigri gegn Orenburg. Hann kom CSKA í 2-0 áður en Orenburg minnkaði muninn.

Markið hjá Arnór var stórglæsilegt en það má sjá hérna að neðan í fréttinni.

Þessi tvítugi Íslendingur heldur áfram að gera frábæra hluti.

CSKA er komið þrjú stig í rússnesku úrvalsdeildinni eftir tap í 1. umferðinni. Arnór lék 87 mínútur í dag og spilaði Hörður Björgvin Magnússon allan leikinn í liði CSKA.



Athugasemdir
banner