Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 12:39
Ívan Guðjón Baldursson
Hwang varð fyrir fordómum gegn Como
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kóreska fótboltasambandið hefur sent inn kvörtun til Alþjóðafótboltasambandsins FIFA eftir að Hwang Hee-chan varð fyrir kynþáttafordómum í æfingaleik Wolves gegn Como á dögunum.

Hwang og liðsfélagar hans í liði Úlfanna brugðust illa við þegar leikmaður Como gerði grín að nafni Hwang.

Fótboltafélagið Como hefur brugðist við þessu atviki með að viðurkenna að leikmaður liðsins grínaðist með nafn Hwang, en félagið neitar að þar hafi legið kynþáttafordómar að baki.

Stjórn Como segir að viðbrögð leikmanna Wolves hafi verið ofsafengin og ekki átt neinn rétt á sér. Úlfarnir eru aftur á móti sannfærðir um að hér sé um kynþáttafordóma að ræða. Daniel Podence, kantmaður Wolves, fékk að líta beint rautt spjald í æfingaleiknum fyrir að kýla andstæðinginn sem gínaðist með nafn Hwang.

Úlfarnir eru í samstarfi með enska fótboltasambandinu til að leggja fram opinbera kvörtun til UEFA og ítalska fótboltasambandsins vegna málsins.

Úlfarnir hugsuðu um að ganga af velli eftir atvikið sem Hwang lenti í, en leikmaðurinn ákvað að klára leikinn og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn með færslu á Instagram eftir leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner