Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. ágúst 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Höfðum ekki efni á að fá Coutinho
Klopp og Coutinho.
Klopp og Coutinho.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho gekk í gær í raðir Bayern Munchen á láni frá Barcelona eftir erfitt eitt og hálft ár hjá Börsungum.

Barcelona keypti Coutinho frá Liverpool í janúar 2018 á 147 milljónir punda. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi ekki haft efni á að fá Coutinho aftur í sínar raðir núna en Evrópumeistararnir áttu mjög rólegan sumarglugga.

„Þetta hljómar svolítið undarlega en við höfðum ekki efni á honum. Við höfum nú þegar eytt peningnum sem við fengum fyrir hann," sagði Klopp en hann segist hafa selt Coutinho með trega á sínum tíma.

„Við vorum tregir við að láta hann fara en Barcelona neyddi okkur til þess með pening. Félagaskiptin hentuðu báðum aðilum. Hann er ofur leikmaður og frábær strákur. Hann er heimsklassa fótboltamaður sem getur breytt leikjum í rétta umhverfinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner