Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Real og Barca leggja allt púður í Neymar
Sagan endalausa heldur áram.
Sagan endalausa heldur áram.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að framtíð Neymar verður ekki ákveðin fyrr en í lok sumargluggans. Brasilíska stórstjarnan vill yfirgefa Paris Saint-Germain til að ganga til liðs við Barcelona eða Real Madrid.

Hann er ekki falur nema fyrir 222 milljónir evra, sama verð og PSG borgaði fyrir hann sumarið 2017.

Hvorki Barca né Real eiga efni á því að greiða þessa upphæð fyrir Neymar og eru félögin því að skoða lánssamning með kaupskyldu.

Stjórn Barcelona kom saman í gær og setti sér það markmið að fá Neymar á lánssamningi fyrir gluggalok.

Real Madrid er í öðru sæti í kapphlaupinu og mun taka stöðu Barcelona um leið og tækifæri gefst. Samband stjórnenda Barca og PSG er ekki gott og hyggst Real Madrid nýta sér það til að stökkva inn í og stela Neymar.
Athugasemdir
banner
banner
banner