Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 20. september 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Baráttan um Mílanó
Fjórða umferðin fer fram í Seríu A á Ítalíu um helgina en Inter og AC Milan berjast um Mílanó-borg.

Föstudagsleikurinn fer fram á Sardíníu-eyju en þar mætast Cagliari og Genoa klukkan 18:45.

Á morgun mætast þá Udinese og Brescia klukkan 13:00 en Mario Balotelli, sem samdi við Brescia í ágúst, tekur út leikbann og verður því ekki klár fyrr en í næstu umferð.

Juventus spilar gegn Hellas Verona áður en stórleikur helgarinnar fer fram milli Milan og Inter. Það verður fróðlegt að fylgjast með „Derby della Madoninna" en Inter hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildina en Milan unnið tvo og tapað einum.

Á sunnudag spila Sassuolo og SPAL klukkan 10:30 áður en Sampdoria og Torino eigast við klukkan 13:00. Á sama tíma tekur Lecce á móti Napoli.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
18:45 Cagliari - Genoa

Laugardagur:
13:00 Udinese - Brescia
16:00 Juventus - Verona
18:45 Milan - Inter

Sunnudagur:
10:30 Sassuolo - Spal
13:00 Sampdoria - Torino
13:00 Lecce - Napoli
13:00 Bologna - Roma
16:00 Atalanta - Fiorentina
18:45 Lazio - Parma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner