Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 20. september 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Leicester vann gegn Burnley í sex marka leik
Leikmenn Leicester fagna.
Leikmenn Leicester fagna.
Mynd: Getty Images
Leicester City 4 - 2 Burnley
0-1 Chris Wood ('10 )
1-1 Harvey Barnes ('20 )
2-1 Erik Pieters ('50 , sjálfsmark)
3-1 James Justin ('61 )
3-2 James Dunne ('73 )
4-2 Dennis Praet ('79 )

Það var blásið til sóknar í leik Leicester og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er búið að vera mikið af mörkum í upphafi deildarinnar og það voru sex skoruð í Leicester í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley vegna meiðsla, en hans menn tóku forystuna eftir tíu mínútu þegar Chris Wood skoraði eftir sendingu frá Charlie Taylor. Það var skoðað í VAR hvort boltinn hafði viðkomu í hendi Wood áður en hann endaði í markinu, en það var metið að svo hefði ekki verið.

Leicester svaraði strax og jafnaði tíu mínútum síðar. Það gerði Harvey Barnes. Hann byrjaði sóknina og endaði hana.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en þau átt eftir að verða fleiri í seinni háflleik.

Leicester stjórnaði ferðinni og þeir tóku forystuna eftir fimm mínútur í seinni hálfleik. Erik Pieters skoraði sjálfsmark eftir að fyrirgjöf Timothy Castagne fór af honum og í netið. Bakvörðurinn James Justin skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og kom Leicester í 3-1 á 61. mínútu.

Burnley gafst ekki upp og minnkaði James Dunne, sem var að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik, muninn á 73. mínútu. Sex mínútum síðar gerði Dennis Praet hins vegar út um leikinn með góðu skoti eftir undirbúning Barnes.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 4-2 í þessum skemmtilega leik. Leicester er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og Burnley er án stiga.

Önnur úrslit:
England: Kane lagði fjórum sinnum upp fyrir Son í stórsigri
England: Brighton skoraði þrjú gegn Newcastle
England: Meistararnir höfðu betur í stórleiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner