sun 20. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suarez ekki til Juve vegna vegabréfsvandræða - Dzeko á leiðinni
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo staðfesti í gær að úrúgvæska stórstjarnan Luis Suarez mun ekki ganga í raðir félagsins frá Barcelona.

Það er vegna vegabréfsvandræða þar sem ljóst er að Suarez muni ekki fá vegabréf fyrir lokun félagaskiptagluggans.

Edin Dzeko er því efstur á lista hjá Ítalíumeisturunum en sóknarmaðurinn var geymdur á bekknum er Roma gerði markalaust jafntefli við Verona í gær.

„Það er mjög erfitt fyrir Suarez að ganga til liðs við okkur þar sem hann mun ekki fá vegabréfið sitt tímanlega. Ég veit að svona hlutir taka langan tíma þannig ég efast um að hann verði næsti sóknarmaður sem við kaupum," sagði Pirlo.

Suarez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Liverpool eða Ajax.
Athugasemdir
banner
banner