Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino um skiptinguna: Það er í lagi með Messi
Á leiðinni útaf
Á leiðinni útaf
Mynd: EPA
Lionel Messi lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Paris St Germain í gær er liðið mætti Lyon í frönsku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með 2-1 sigri PSG en Lucas Paqueta samherji Messi í argentíska landsliðinu kom Lyon yfir. Neymar jafnaði úr vítapyrnu á 66. mínútu og Mauro Icardi tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Mauricio Pochettino tók Messi útaf á 76. mínútu fyrir hægri bakvörðinn Archaf Hakimi við litla kátínu Messi.

Pochettino tjáði sig um skiptinguna eftir leikinn.

„Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í 35 manna hópnum. Við getum aðeins spilað 11 leikmönnum í einu. Ákvarðanir í leiknum eru teknar til að bæta liðið. Allir þjáfarar hugsa þannig, stundum virkar það og stundum ekki. Stundum líkar leikmönnum það og stundum ekki."

„Ég spurði hann (Messi) hvernig hann hefði það og hann sagðist vera í lagi. Það var allt og sumt. Það er það sem fór okkar á milli," sagði Pochettino um samskipti hans við Messi á hliðarlínunni þegar Pochettino tók Messi af velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner