Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. september 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er nú þegar búin að ná langt, en ég vona að hún fari enn lengra"
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir er markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna með tíu mörk.

Hún hefur leikið afskaplega vel með Stjörnunni í sumar, en liðið er að berjast um það að komast í Meistaradeildina.

Jasmín hefur komið sterk til baka eftir bæði erfið meiðsli og barnsburð og er hún búin að vera með betri leikmönnum Bestu deildarinnar í sumar.

Kristall Máni Ingason, bróðir Jasmínar, er núna í verkefni með U21 landsliðinu en hann kveðst ánægður fyrir hönd systur sinnar.

„Hún er geggjuð sko, ég er mjög ánægður fyrir hennar hönd. Þetta hefur verið erfitt síðustu ár en hún er núna að sýna hvað hún getur. Það er geggjað," sagði Kristall.

„Hún er nú þegar búin að ná langt, en ég vona að hún fari enn lengra."

Sjá einnig:
Skuggaframherjinn sem á skilið tækifæri með íslenska landsliðinu
Jasmín Erla: Sex stig í pottinum og við ætlum að taka þau öll
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner