Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 20. september 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óska eftir miklum breytingum á FA bikarnum og deildabikarnum
Mynd: Getty Images

Venjan er að ef leikur endar með jafntefli í FA bikarnum verði annar leikur spilaður en ekki farið í framlengingu. Á tímum Covid var því hætt til að minnka álagið og koma í veg fyrir að leikir stangist á.


Leikjum á Englandi var frestað fyrir viku og nokkrum leikjum um liðna helgi vegna andláts Elísabetar Bretadrottningar. Þá byrjar deildabikarinn seinna en venjulega vegna HM í Katar sem hefst í lok nóvember.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni funda á morgun og meðal umræðuefna verður breytingar á FA bikarnum og deildabikarnum.

Samkvæmt heimildum The Times er lagt til að frá og með árinu 2024 verði ekki lengur endurtekinn leikur í FA bikarnum og úrvalsdeildarfélög mega bara nota leikmenn 21 árs og yngri í deildabikarnum eða jafn vel að sú keppni verði bara fyrir lið í neðri deildum.

Þetta mun minnka álagið hjá úrvalsdeildarfélögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner