Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 20. september 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir því að þetta sé að hefjast, að við séum að fara að spila keppnisleiki. Ég er mjög spennt fyrir föstudeginum," segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni á móti Wales og Þýskalandi. Stelpurnar mæta Wales á heimavelli á föstudagskvöld.

„Ég bara veit að við þurfum að halda okkur í A-deild því það er mikilvægt fyrir næstu undankeppni. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og byrjum það á föstudaginn."

Það hefur mikil reynsla farið úr hópnum á skömmum tíma. Hvernig hefur verið fyrir Glódísi sem reynslumesta leikmann liðsins að takast á við þetta verkefni?

„Maður finnur fyrir því að það vantar stóra karaktera og stór nöfn sem hafa verið hérna í mörg ár. En á sama tíma er verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn. Þær verða að taka ábyrgð og pláss. Ég hef fulla trú á því að við séum með leikmenn sem geta gert það. Vonandi gera þær það sem fyrst. Ég veit að það eru margar spenntar að fá tækifæri núna."

Glódís segir að það sé skemmtilegt að fá leik á heimavelli og hún býst við jöfnum leik gegn Wales.

Orðin fyrirliði í einu stærsta félagi heims
Þær risastóru fréttir bárust í síðustu viku að Glódís væri orðin fyrirliði Bayern München sem er stærsta félagið í Þýskalandi og eitt stærsta félag heims. Hvernig var að fá þær fréttir?

„Bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stolt að þau gefi mér þetta traust og þetta stóra hlutverk," segir Glódís sem framlengdi nýverið samning sinn við Bayern til 2026.

„Þetta var svolítið óvænt, ekki eitthvað sem ég bjóst endilega við. En samt sem áður gaman að þjálfarinn og félagið treysti mér fyrir þessu."

Er hún að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta?

„Ég veit það ekki. Kærastinn minn er búinn að reyna að útskýra það fyrir mér hvað þetta er í raun stórt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti og ég geri mitt besta á öllum æfingum og í leikjum. Ég reyni að gera leikmennina í kringum mig betri."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner