Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. október 2021 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Ansu Fati framlengir við Barcelona til 2027 (Staðfest)
Ansu Fati
Ansu Fati
Mynd: EPA
Spænski landsliðsmaðurinn Ansu Fati gerði nýjan sex ára samning við Barcelona í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fati, sem er 18 ára gamall, er uppalinn hjá Barcelona og þykir einn efnilegasti leikmaður Evrópu.

Hann var aðeins 16 ára gamall er hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið og hefur síðan þá skorað 15 mörk í 48 leikjum fyrir félagið.

Fati fékk tíuna af Lionel Messi er sá argentínski yfirgaf Barcelona í sumar og gekk til liðs við Paris Saint-Germain og því mikil ábyrgð á herðum hans.

Hann framlengdi í dag samning sinn við Börsunga til ársins 2027 og þurfa félög að punga út einum milljarði evra til að virkja riftunarákvæði í samningnum.

Fati er annar táningurinn sem framlengir við Barcelona á síðustu dögum en Pedri framlengdi samning sinn og þá er hinn 17 ára gamli Gavi næstur í röðinni.


Athugasemdir
banner
banner