Ísland 3 - 0 Slóvenía
1-0 Anna Heiða Óskarsdóttir ('72)
2-0 Hafrún Birna Helgadóttir ('76)
3-0 Ingibjörg Magnúsdóttir ('89)
1-0 Anna Heiða Óskarsdóttir ('72)
2-0 Hafrún Birna Helgadóttir ('76)
3-0 Ingibjörg Magnúsdóttir ('89)
Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum sem fæddar eru 2009 og 2010, vann í dag 3-0 sigur á Slóveníu í seinni leik sínum í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir EM 2026.
Ísland var með Færeyjum og Slóveníu í riðli og var riðillinn spilaður í Slóveníu. Ísland vann 6-2 gegn Færeyjum á laugardag. Ísland er með þessu komið á næsta stig undankeppninnar og fer upp í A-deild. Dregið verður í seinni umferð undankeppninnar 11. desember.
Mörkin í dag komu öll í seinni hálfleik og voru öll mörkin skoruð með skotum fyrir utan teig. Allir markaskorarar Íslands eru á mála hjá FH.
Anna Heiða Óskarsdóttir kom Íslandi yfir á 72. mínútu, hún fékk boltann vel fyrir utan teig eftir að hornspyrna var tekin stutt, lét vaða og boltinn endaði í fjærhorninu. Á 76. mínútu bætti varamaðurinn Hafrún Birna Helgadóttir við öðru marki íslenska liðsins, fékk boltann úti vinstra megin, kom inn á völlinn, lét vaða og skotið fór yfir markvörð Slóvena. Ingibjörg Magnúsdóttir skoraði svo þriðja markið á 89. mínútu með vinstri fótar skoti úr D-boganum eftir sendingu frá Eriku Ýr Björnsdóttur.
Athugasemdir



