Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   mán 20. október 2025 18:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mun setjast niður með Jóni Þór eftir mót með bolla af kaffi eða einhverju sterkara
Lárus Orri
Lárus Orri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór.
Jón Þór.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ekki búinn að heyra í Jóni Þór, ætla ekki að heyra í honum fyrr en eftir mót," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Lárus Orri tók við ÍA í júní eftir að Jón Þór Hauksson var látinn fara. Það var svo Vestri, sem Jón Þór stýrir nú til bráðabirgða, sem innsiglaði veru ÍA í deildinni með jöfnunarmarki seint í uppbótartíma gegn Aftureldingu í gær.

Úr viðtalinu í gær
Eftir leikinn í gær talaði Lárus um að það hefði verið ljóðrænt að Jón Þór hefði hjálpað ÍA.

Ég sagði í viðtali við Fótbolti.net eftir minn fyrsta leik að ég væri að taka við góðu búi af Jóni Þór. Fótbolti er furðulegur. Í byrjun þessa tímabils þá gerðust hlutir sem að gerast stundum í fótbolta. Maður lendir bara stundum í svona hlutum og hann lenti í þessu þarna, en hann skildi eftir mjög gott bú. Þó að maður eigi kannski ekki að vera að skipta sér af þessari botnbaráttu núna, þar sem að við erum öruggir, þá er það mjög gott að Jón Þór skuli hafa tryggt okkur á endanum uppi," sagði Lárus eftir leikinn í gær við Fótbolti.net.

En aftur að nútímanum, Lárus segir að samband hans og Jóns Þórs sé gott.

„Okkar samband er gott, hann kom og heilsaði upp á okkur viku eða hálfum mánuði eftir þjálfaraskiptin. Hann settist niður með okkur, við spjölluðum saman. Samskiptin okkar eru mjög góð."

„Ég veit að hann er á fullu í sínum málum núna og ég ætla ekki að trufla hann í því. Við munum koma til með að setjast niður og fá okkur kaffi eða eitthvað sterkara eftir mót,"
segir Lárus.
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 10 6 10 41 - 46 -5 36
2.    ÍBV 26 9 6 11 31 - 33 -2 33
3.    ÍA 26 10 1 15 36 - 50 -14 31
4.    Vestri 26 8 5 13 25 - 39 -14 29
5.    KR 26 7 7 12 50 - 61 -11 28
6.    Afturelding 26 6 9 11 36 - 45 -9 27
Athugasemdir
banner