KR mætir Vestra á Ísafirði á laugardaginn í úrslitaleik, sigur hjá öðru hvoru liðinu þar tryggir þeim áframhaldandi sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Afturelding mætir hins vegar ÍA á Skaganum, sem eru þegar hólpnir frá falli.
KR þarf sigur:
Vesturbæingar þurfa að sækja til sigurs fyrir vestan og þá er liðið öruggt. Jafntefli nægir ekki.
Vestri þarf sigur - Jafntefli gæti dugað:
Vestri þarf sigur gegn KR til að tryggja veru sína í deildinni á næsta tímabili. Hins vegar er möguleiki á að jafntefli nægi þeim en þeir þyrftu þá að treysta á að Afturelding vinni ekki ÍA.
Afturelding þarf sigur og að treysta á jafntefli fyrir vestan:
Mosfellingar þurfa að vinna ÍA á Skaganum og að treysta á jafntefli í viðureign KR og Vestra.
Laugardagur 25. október
14:00 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
14:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |



