Nígeríska karlalandsliðið gerði óvænt 1-1 jafntefli við Simbabve í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en úrslitin fóru ekki vel í nígerísku þjóðina.
Nígería er í 31. sæti heimslistans hjá FIFA á meðan Simbabve er í 132. sæti.
Fjölmiðlar í Nígeríu segja úrslitin skammarleg og niðurlægjandi fyrir þjóðina.
Portúgalski þjálfarinn Jose Peseiro tók við nígeríska landsliðinu á síðasta ári en hefur aðeins unnið sex af fjórtán leikjum sem hann hefur verið við stjórnvölinn.
Hon Nse Essien, sem situr í stjórn landsliðsnefndar nígeríska fótboltasambandsins, væri til í að reka Peseiro, en að það sé ekki hægt.
„Við verðum að virða samning Jose Peseiro. Ef við ættum peninginn til að rifta samningnum þá myndum við losa okkur við hann. Við erum alls ekki ánægðir,“ sagði Essien við nígeríska fjölmiðla.
Nígería hefur gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni, en liðið er í öðru sæti C-riðils með 2 stig.
Athugasemdir